Í byrjun þáttar var stuttlega fjallað um Hótel Holt í Reykjavík en sextíu ár eru í dag síðan hjónin Þorvaldur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir opnuðu hótelið.
Utanríkisráðherra mælti í gær á Alþingi fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um EES, bókun 35, eins og málið er kallað. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður fór yfir helstu þætti málsins sem er nokkuð umdeilt í stjórnmálunum.
Spjallað var við Björgvin Val Guðmundsson, kennara á Stöðvarfirði, um óveðrið þar í síðustu viku. Mikið tjón varð og muna elstu menn ekki annað eins.
Í lok þáttar sagði Vera Illugadóttir frá Cooks-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Íbúar hafa lengi átt í sambandi við Nýja Sjáland en forsætisráðherrann vill nú halla sér að Kína, stjórnvöldum í Wellington til töluverðs ama.
Tónlist
Goldfinger - Shirley Bassey,
Answer me, my love - Silvía Þórðardóttir,
Dancing in the street - Mamas and the Papas,
My girl - Mamas and the Papas.