Morgunvaktin

Stubb líklega næsti forseti Finnlands

Í Heimsglugganum ræddi Bogi Ágústsson m.a. um leiðtogafund ESB sem hefst í Brussel í dag. Búist er við samþykkt verði hefja aðildarviðræður við Úkraínu. Einnig var fjallað um þingkosningar í Serbíu á sunnudaginn og forsetakosningarnar í Finnlandi í Janúar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra, nýtur mests fylgis í skoðanakönnunum.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, ræddi um jólamat og hollostu. Ráð dagsins er gæta hófs í allri neyslu á aðventunni og um hátíðarnar.

Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur talaði um málefni og aðstæður fólks sem glímir við fíkn. Hún vinnur eftir hugmyndafræði um skaðaminnkun en miklir fordómar eru í samfélaginu í garð fólks með fíkn.

Tónlist:

Ég ræð ekki við mig - Sálgæslan,

Ég kveð þig ást - Stína Ágústsdóttir,

El condor pasa - Simon og Garfunkel,

Jólasveinar 1 og 8 - Stórsveit Reykjavíkur,

Bye bye blakcbird - Miles Davis.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir.

Frumflutt

14. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,