Morgunvaktin

Handritið að Þjóðsögum Jóns Árnasonar komið heim

Alþjóðamál og kosningarnar fram undan voru til umfjöllunar í Heimsglugganum. Bogi Ágústsson ræddi við Piu Hansson, forstöðumann Alþjóðamálastofnunar HÍ, og Davíð Stefánsson, formann Varðar, en fundur um efnið með frambjóðendum flokkanna sem bjóða fram á landsvísu verður haldinn í Veröld, húsi Vigdísar seinni partinn.

Fyrirtækið atNorth hefur ráðist í stækkun tveggja af þremur gagnaverum sínum á Íslandi og nemur fjárfestingin 41,6 milljörðum króna. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth sagði frá framkvæmdinni og starfsemi gagnavera.

Nýverið kom Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður, heim frá Þýskalandi með handrit Þjóðsögum Jóns Árnasonar í farteskinu. Þau höfðu þá verið ytra í rúma öld en lengi var ekki vitað um afdrif þeirra. Handritið verður afhent Þjóðskjalasafninu í dag við hátíðlega athöfn.

Tónlist:

Vegurinn heim - Markéta Irglová.

Frumflutt

14. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,