Morgunvaktin

Rishi Sunak hefur ekki tekist að uppfylla markmið sín

Rúmt ár er síðan Rishi Sunak varð forsætisráðherra Bretlands. Við upphaf valdatíðarinnar setti hann sér fimm markmið, sum hafa náðst einhverju leyti en önnur alls ekki, líkt og Hjörtur J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálamaður rakti í spjalli um frammistöðu Sunaks og ástand og horfur í bresku þjóðlífi.

Ávaxtaneysla og mataræði barna var umfjöllunarefnið þessu sinni í vikulegu rabbi Önnu Sigríðar Ólafsdóttur, prófessors í næringarfræði við HÍ, um hollustu. Skólanestið er ekki alltaf nógu gott framboð af næringarríku fæði á stórum samkomum á borð við íþróttamót sem börn sækja.

Garðaríki fyrir þúsund árum er sögusvið nýjustu bókar Vilborgar Davíðsdóttur. Land næturinnar heitir hún og segir af ævintýrum Þorgerðar Þorsteinsdóttur sem Vilborg kynnti fyrst til sögunnar í Undir Yggdrasil sem kom út fyrir þremur árum. Vilborg sagði frá Þorgerði og ferðum hennar.

Tónlist:

Blakc, brown and beige - Duke Ellington og Mahalia Jackson.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Frumflutt

9. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,