Morgunvaktin

Fimm ár frá upphafi kórónuveirufaraldurs, ríkissáttasemjari og Sibelius

Fimm ár eru liðin í dag frá því fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Það eru tímamót sem kannski ekkert allir vilja minnast, en það er mikilvægt líta í baksýnisspegilinn til þess skoða hvað tókst vel til í viðbrögðunum við faraldrinum og hvað tókst hreinlega illa. Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor og Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans voru fyrstu gestir þáttarins.

Samningar milli kennara annars vegar og sveitarfélaga og ríkis hins vegar tókust loks í vikunni eftir margra mánaða deilu með verkföllum og allskonar leiðindum. Mikið mæddi á þeim sem sátu við samningaborðið og þá ekki síst Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Hann spjallaði um þessa erfiðu deilu og það sem er framundan í vinnunni hjá honum.

Og svo var það klassíkin. Magnús Lyngdal sagði okkur frá tónskáldinu finnska, Jean Sibelius, og kynnti okkur fyrir verkum hans.

Tónlist:

Steinunn Bjarnadóttir - Bjössi bolla.

Steinunn Bjarnadóttir, Stuðmenn - Strax í dag.

Frumflutt

28. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,