Morgunvaktin

Sænsk stjórnmál, Úganda og Villi Valli

Við fjölluðumr um óhróður og jafnvel hótanir sem ganga yfir stjórnmálamenn í Svíþjóð. Anna-Karin Hatt, nýkjörin formaður Miðflokksins hefur ákveðið hætta; hún fékk nóg. Í framhaldinu hafa fleiri lýst sömu reynslu. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir stjórnmálafræðingur í Svíþjóð fór yfir þetta með okkur.

Þórhildur Ólafsdóttir sagði frá lífinu í Úganda. Og meðal þess sem var á dagskrá í dag er hávaði í höfuðborginni Kampala. Hann er gríðarlegur; nánast óþolandi og hefur fólk reynt dómstólaleiðina til óraskaðan nætursvefn. En enn án árangurs.

Svo var fjallað um Lögin hans Villa Valla - Vilbergs Valdal Vilbergssonar, tónlistarmanns og rakara á Ísafirði. Villi Valli lést síðastliðið haust en er koma út bók með lögunum hans; nótur og textar. Gylfi Ólafsson og Rúnar Vilbergsson komu til okkar.

Tónlist:

Henry Mancini - The Pink Panther theme.

Zaz - Si jamais j'oublie.

Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt.

Les Go de Koteba - Tougna fo.

Villi Valli - Guðný og Hrefna.

Villi Valli - 9. febrúar.

Frumflutt

22. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,