Morgunvaktin

Dönsk málefni og rektorskjör

Borgþór Arngrímsson fór yfir dönsku málin eftir Morgunfréttir. Við sögu kom kartöflumaðurinn, vörubílstjóri sem sturtaði 40 tonnum af kartöflum á Stórabeltisbrúna, og einnig var fjallað um breytt vöruval Dana; þeir kaupa minna af bandarískum vörum en áður.

Og svo er það kjör rektors Háskóla Íslands sem hófst í gær; kjörfundur stendur til fimm í dag. Sjö eru í kjöri; fimm íslenskir prófessorar og tveir erlendir.

Rúnar Vilhjálmsson prófessor og fyrrverandi formaður Félags prófessora talaði um kjörið og málefni háskólans.

Frumflutt

19. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,