Morgunvaktin

Úsbekistan, Þýskaland og tollar

Við fórum út og suður í þættinum í dag. Við forvitnuðumst um Úsbekistan. Úsbekistan er fjölmennt mið-asíuríki; fyrrum Sovétlýðveldi; tví-landlukt og ríkt af auðlindum. Víðir Reynisson alþingismaður var þar á fundi á dögunum, hann sagði okkur ferðasöguna.

ríkisstjórn hefur verið mynduð í Þýskalandi. Arthur Björgvin Bollason gerði grein fyrir henni í Berlínarspjalli dagsins. Hann sagði líka frá tilraunum til lokka vísindafólk, sem vill yfirgefa Bandaríkin, til Þýskalands, og frá umræðum um símabann í skólum.

Svo voru það tollar og alþjóðaviðskipti. Trump Bandaríkjaforseti setti allt á annan endann um daginn þegar hann boðaði ofurtolla á mörg ríki heims. Svo setti hann málið á ís nema gagnvart Kína og eiga ríkin í harðvítugu tollastríði. Við ræddum þessa stöðu við Guðmund Jónsson, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í hagsögu.

Tónlist:

Dátar - Leyndarmál.

Sextett Ólafs Gauks - Undarlegt með unga menn.

Adda Örnólfs - Kæri Jón.

Frumflutt

15. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,