Morgunvaktin

Heimsbúskapurinn, eitt og annað úr Snæfellsbæ og sjálfboðaliði ársins

Í Heimsglugganum ræddi Bogi Ágústsson við Gylfa Magnússon prófessor um ástandið í heimsbúskapnum. Hátt hlutabréfaverð í tæknifyrirtækjum er áhyggjuefni.

Rætt var við Kristinn Jónasson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, en sveitarfélagið býður 80% afslátt af gatnagerðargjöldum þegar reist eru íbúðahús. Því er öfugt farið í fjölmennari sveitarfélögum þar sem gjöldin hafa hækkað talsvert undangengin ár.

Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna, er sjálfboðaliði ársins hjá Almannaheillum. Guðmundur ræddi um einstök börn og sjálfboðaliðastörf.

Tónlist:

Gymnopedia nr. 1 - Aldo Ciccolini,

Barn - Ragnar Bjarnason,

A fairytale of New York - Pogues og Kirsty MacColl,

Mona Lisa - Markéta Irglová,

You´ll never walk alone - Gerry and the Pacemakers.

Frumflutt

11. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,