Morgunvaktin

Innviðaskuld í vegakerfinu, ferðamál og bíó

Við fjölluðum um vegina í landinu og ástand þeirra. Það er ekki gott, á heildina litið. Það þekkja vegfarendur.

Umferðin hefur aukist stórkostlega en viðhaldið er ekki í nokkru samræmi við hana. Samtök iðnaðarins áætla um 170 milljarða króna viðhaldsskuld hafi safnast upp á umliðnum árum. Jóhanna Klara Stefánsdóttir sem stýrir mannvirkjasviðinu þar á var gestur okkar.

Hlutur ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu hefur aldrei verið stærri en í fyrra. Störfum fjölgaði og heildarneysla ferðamanna hefur aldrei verið meiri. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri FF7, fór yfir þetta. Hann ræddi líka við okkur um uppbyggingu hótela á Norðurlandi og um takmarkanir á komur ferðamanna, sem verið er grípa til bæði hérlendis og á vinsælum stöðum úti í heimi.

Svo fórum við í bíó. Í huganum. Á ferð með mömmu hlaut níu verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Við slógum á þráðinn til Hilmars Oddssonar leikstjóra, hann er á ferð um Austur-Evrópu með Á ferð með mömmu, við spjölluðum um myndina góðu og líf kvikmyndaleikstjórans.

Tónlist:

Hljómar - Er hann birtist.

Güra, Werner, Jarnot, Konrad, Radicke, Camillo, Berner, Christoph, Vondung, Anke, Petersen, Marlis - Spanische Liebeslieder op. 138 erste Abteilung : No. 1. Vorspiel.

Jarnot, Konrad, Berner, Christoph, Vondung, Anke, Petersen, Marlis, Güra, Werner, Radicke, Camillo - Spanische Liebeslieder op. 138 erste Abteilung : No. 2. Lied : Tief im Herzen tr.

Jarnot, Konrad, Güra, Werner, Berner, Christoph, Radicke, Camillo, Vondung, Anke, Petersen, Marlis - Spanische Liebeslieder op. 138 erste Abteilung : No. 3. Lied : O wie lieblich da.

Güra, Werner, Radicke, Camillo, Jarnot, Konrad, Berner, Christoph, Vondung, Anke, Petersen, Marlis - Spanische Liebeslieder op. 138 erste Abteilung : No. 4. Duett : Bedeckt mich mit.

Skriðjöklar - Bíllinn minn og ég.

Top pops - Mamy blue.

Frumflutt

19. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,