Morgunvaktin

Grindavík, Brussel og friður og öryggi kvenna

25 ár eru liðin frá því Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1325, sem fjallar um konur, frið og öryggi. Í dag búa þó fleiri börn, og almennir borgarar, í nálægð við ófrið og átök en verið hefur um langt skeið. Við ræddum um mikilvægi þess konur komi friðarumleitunum þegar Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women, kom á Morgunvaktina.

Björn Malmquist sagði okkur tíðindi frá Brussel, meðal annars af áætlun um stórbættar lestarsamgöngur á meginlandi Evrópu, það nýjasta um stækkunarmál sambandsins og fjármögnun til Úkraínu.

Í dag, 10. nóvember, eru tvö ár liðin frá því Grindavík var rýmd í kjölfar mikilla jarðskjálfta. Við þekkjum það sem kom í kjölfarið. Við rifjuðum upp þennan örlagaríka dag, spjölluðum um líf Grindvíkinga undanfarin tvö ár og horfðum fram á veginn þegar Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík kom í þáttinn.

Tónlist:

Marína Ósk Þórólfsdóttir - Morgunn.

Mannakorn - Blús í G.

Sigríður Thorlacius - Svefnljóð (Ef sofnað ég get ekki síðkvöldum á).

Count Basie and his Orchestra - Sweety cakes.

Frumflutt

10. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,