Morgunvaktin

Frumvarp um sölu Íslandsbanka komið fram

Frumvarpi um sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka var dreift á Alþingi fyrir páskaleyfi. Fjármálaráðherra fer með söluna en ekki Bankasýsla ríkisins sem annaðist síðustu tvö söluútboð. Mögulegt er talið um hundrað milljarða króna fyrir hlutinn. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir málið.

Í Berlínarspjalli fjallaði Arthur Björgvin Bollason meðal annars um tímabreytinguna í Þýskalandi og víðast hvar í Evrópu um helgina. Klukkan var færð fram um eina klukkustund eins og jafnan á vorin.

Í lok þáttar var fjallað um "undir feldi" sem fólk og fjölmiðlar nota gjarnan í frásögnum af umhugsun eða stórum ákvörðunum sem þarf taka.

I heard it through the grapevine - Marvin Gaye,

Strúktúr - Stórsveit Reykjavíkur,

Let's get it on - Marvin Gaye,

Vindhviður - Stórsveit Reykjavíkur,

From heaven to earth - Stórsveit Reykjavíkur.

Frumflutt

2. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,