Morgunvaktin

Hveragerði, Úganda og stýrivextir lækkaðir

Sveitarfélögum í landinu hefur fækkað síðustu áratugi með sameiningum, en það hefur ekki alltaf verið bara í þá áttina. Sveitarfélögum hefur líka fjölgað þegar klofningur verður. Stofnun Hveragerðis sem hrepps fyrir 80 árum er dæmi um slíkt, og við rifjuðum þá sögu upp. Njörður Sigurðsson, bæjarfulltrúi og sagnfræðingur, gerði það.

Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur tíðindi frá Úganda. Hún ræddi um betl, og viðkvæma hópa sem glæpahópar nýta sér. Svo sagði hún okkur frá engisprettuáti.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var svo hjá okkur í síðasta hluta þáttarins. Hann brást við stýrivaxalækkun sem tilkynnt var klukkan 8:30, ræddi um horfurnar í efnahagslífinu og kísiljárn og EES.

Tónlist:

Valgeir Guðjónsson - Uppboð.

Bubbi Morthens - Við heimtum aukavinnu.

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,