Bjargey Anna Guðbrandsdóttir, verkefnisstjóri skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðarskóla, sagði frá góða veðrinu á Hallormsstað í gær, lífinu þar og náminu sem í haust færist á háskólastig. Búist er við áframhaldandi blíðviðri næstu daga og jafnvel 25 stiga hita á laugardaginn.
Auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að minnka við sig vinnu síðar á árinu, hann verður 95 ára í ágúst. Már Mixa, dósent í viðskiptafræði við HÍ, sagði frá Buffett sem ákvað fárra ára að verða ríkur. Honum tókst það, hann hefur lengi verið í hópi auðugustu manna veraldar. Buffett hefur gefið drjúgan hlut auðæva sinna til góðgerðarmála og ætlar að láta svo að segja allt sem hann lætur eftir sig þegar þar að kemur renna til góðra mála.
Borgþór Arngrímsson fór yfir dönsku málin. Trump Bandaríkjaforseti krefst þess að danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk lækki verð á Ozempic, Norðmenn hafa snardregið úr ferðalögum til Danmerkur vegna óhagstæðs gengismunar og Danir fylgjast spenntir með hægvarpsútsendingu frá storkahreiðri.
Arna Lára Jónsdóttir alþingismaður var við kosningaeftirlit í Albaníu. Hún sagði frá stjórnmálum og lífinu í landinu.
Tónlist:
Heyr mína bæn - Elly Vilhjálms,
Langanes - ADHD,
Vertu ekki að plata mig - HLH og Sigríður Beinteinsdóttir,
Riddari götunnar - HLH og Ragnhildur Gísladóttir.