Morgunvaktin

Heimsglugginn, söfnunarröskun og sungið með landinu

Í fyrsta hluta þáttarins var rætt við Ólöfu Hallgrímsdóttur, ferðaþjónustubónda í Mývatnssveit. Talað var við hana þegar óveðrið gekk yfir í síðustu viku en er komin sól og blíða og lífið dásamlegt í sveitinni fögru.

Í Heimsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson m.a. um úrslit Evrópuþingskosninganna um síðustu helgi, einkum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Þá var fjallað um kosningabaráttuna í Bretlandi og Sunak forsætisráðherra sem í viðtali á dögunum sagði það til marks um lítil fjárráð á æskuheimili hans ekki hafi verið keypt áskrift Sky.

Hópur fólks glímir við söfnunarröskun. Um hana er eitt og annað vitað en ekki nóg. Þórður Örn Arnarson, sálfræðingur rannsakar söfnunarröskun í doktorsnámi sínu við Háskóla Íslands. Hann sagði frá.

Söngur er í öndvegi í hátíðarhöldunum vegna 80 afmælis lýðveldisins. Margrét Bóasdóttir, formaður Landssambands blandaðra kóra, kemur skipulagningu en yfirskriftin er: Sungið með landinu. Hún spjallaði um söng og kóra.

Tónlist:

Slavneskur dans - Yehudin Menuhin,

Train leaves her this morning - The Eagles,

The more I see yur - Elly Vilhjálms og Stórsveit Reykjavíkur,

Fjallið Skjaldbreiður - Karlakór Kjalnesinga,

Einum unni ég manninum - Unglingakór Selfosskirkju.

Frumflutt

13. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,