Morgunvaktin

Farið yfir fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM

Tilkynning um kaup Landsbankans á TM á sunnudag kom flestum á óvart. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir málið og rakti atburðarásina.

Arthur Björgvin Bollason fjallaði um stöðu Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, sem þykir veik. Hann nýtur lítils stuðnings meðal almennings samkvæmt skoðanakönnunum. Arthur sagði einnig frá Boris Pistorius varnarmálaráðherra sem er rísandi stjarna í þýskum stjórnmálum og þykir líklegur arftaki Scholz.

Óveður geisaði á Vestfjörðum í gær og flestir vegir ófærir. Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður og íbúi á Suðureyri sagði frá veðrinu og spjallaði líka um strandveiðar og grásleppu og sitt hvað fleira.

I got it bad and that ain't good - Ben Webster,

Et nytt møte - Jan Erik Vold,

Ku penga penga - Joseph Nangalembe,

Love o' love - Nina Simone.

Frumflutt

19. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,