Morgunvaktin

Rafbílasala, dönsk málefni og Ásahreppur

Snemma í þættinum var umfjöllun um Guðrúnu Á. Símonar. 36 ár eru í dag síðan hún lést og á laugardaginn, 24. febrúar, var öld síðan hún fæddist. Leikið var brot úr viðtali Jökuls Jakobssonar við Guðrúnu frá 1971.

Dregið hefur úr sölu rafbíla. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, rekur samdráttinn til hærra verðs á rafbílum sem stafar af breyttu ívilnanakerfi stjórnvalda. Egill fór yfir sjónarmið sín í spjalli.

Borgþór Arngrímsson fór yfir eitt og annað danskt eins og hann gerir á Morgunvaktinni annan hvern miðvikudag.

Ásahreppur hefur boðið sveitarfélögunum Rangarþingi ytra og Rangárþingi eystra til skrafs og ráðagerða um sameiningu. Valtýr Valtýsson sveitarstjóri spjallaði um sameningarmál og Ásahrepp.

Hlustið góðu vinir - Sigrún Hjálmtýsdóttir,

Love is all - Deanna Durbin,

Kötturinn Kikki - Guðrún Á. Símonar,

Mvundula Madzi - Lucky Stars Band,

Middelsmand Bunker - C.V. Jörgensen.

Frumflutt

28. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,