Morgunvaktin

Húsvernd, dönsku málin og Epstein

Við ræddum um húsvernd og byggingararf við Vigni Frey Helgason, arkitekt hjá Minjastofnun Noregs. Hann hefur rannsakað staðarímynd og staðargæði í Noregi og Danmörku, og mun segja frá á ráðstefnu hér á landi í tilefni Evrópska húsverndarársins á morgun.

Borgþór Arngrímsson sagði frá dönskum málum, eftirmálum kosninganna í síðustu viku, aldarafmæli eins þekktasta fyrirtækis Danmerkur, fokdýru kampavíni og færri skírnum barna.

Vera Illugadóttir sagði frá Jeffrey Epstein. Hver var þessi maður sem svo mikið hefur verið rætt um, hvernig auðgaðist hann og hvað er vitað um hann?

Tónlist:

Sinfóníuhljómsveit Þrándheims - Norsk rapsodi.

Aaron Parks - Heart Stories.

Shu-bi-du-a - Michael.

Reba McEntire - The night the light went out in Georgia.

Frumflutt

26. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,