Morgunvaktin

Höfuðverkir, Grænland og friðarverðlaun Nóbels

Höfuðverkur er tíður óboðinn gestur; hann getur verið vægur og hann getur verið svæsinn. Um höfuðverk var fjallað á Læknadögum á mánudag; við heyrðum hvað læknar vita og hvað þeir geta gert. Til okkar kom Anna Margrét Guðmundsdóttir læknir.

Grænland var efst á blaði í spjalli um dönsk málefni með Borgþóri Arngrímssyni. Hann sagði meðal annars frá hundasleðadeild danska hersins, hún er eftirsótt og ströng skilyrði eru fyrir því komast inn í hana. Aðstæður þar sem hún er starfrækt eru líka afskaplega erfiðar.

Svo var fjallað um Friðarverðlaun Nóbels. Það vakti athygli og furðu þegar Maria Corina Machado frá Venúsúela - handhafi friðarverðlaunanna á síðasta ári - afhenti þau Trump Bandaríkjaforseta um daginn. Gjörningurinn fer á lista yfir undarlegheit í tengslum við verðlaunin og yfir þau var farið með Veru Illugadóttur.

Tónlist:

Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir - Það kom söngfugl sunnan.

Claudio Puntin, Gerður Gunnarsdóttir - Kvæðið um fuglana.

Nive Nielsen & The Deer children - Tuttukasik.

Bob Dylan - One More Cup Of Coffee.

Frumflutt

21. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,