Morgunvaktin

Mannúðaraðstoð, dönsk málefni og vöxtum haldið óbreyttum

Gísli Rafn Ólafsson framkvæmdastjóri Rauða krossins var fyrsti gestur þáttarins. Í gær var alþjóðlegi mannúðardagurinn, þar sem vakin er athygli á störfum hjálparstarfsmanna og hvatt til aukinnar mannúðar. Aldrei hefur verið hættulegra sinna hjálparstörfum, yfir 380 voru drepin við störf í fyrra.

Borgþór Arngrímsson sagði okkur tíðindi frá Danmörku. Aukin viðvera hersins á Grænlandi, sveitarstjórnarkosningar framundan og umdeild stytta voru meðal umræðuefna.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað halda stýrivöxtum óbreyttum. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, brást við þeim tíðindum og ræddi um verðbólgu og efnahagsástandið.

Tónlist:

Aretha Franklin - I wonder.

Hjálmar - Leiðin okkar allra.

Anna Sóley - I Just Smile.

Frumflutt

20. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,