Morgunvaktin

Stjórnmál, forsetakosningar, gjörunnin matvæli og sumardagurinn fyrsti

Við fjölluðum um stöðuna í stjórnmálunum og forsetakosningarnar fram undan í þættinum í dag. Ríkisstjórnin nýja hefur starfað í rúmar tvær vikur og segja kosningabaráttan um forsetaembættið hefjist formlega í dag þegar framboðsfrestur rennur út og endanlega er ljóst hver verða í framboði. Hjá okkur voru stjórnmálafræðingarnir Magnús Skjöld og Hjörtur J. Guðmundsson, þeir spáðu hér í spilin fyrir þremur vikum og gerðu það aftur í dag.

Umræða um gjörunnin matvæli hefur farið vaxandi undanfarin ár, og niðurstöður rannsókna frá öðrum löndum sýna stór hluti mataræðis fólks mjög mikið unnin vara. En hvernig ætli þessu farið hér á landi? er verið kortleggja það, Steina Gunnarsdóttir doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, vinnur því og hún kom til okkar.

Svo spiluðum við nokkur lög í tilefni sumardagsins fyrsta í gær sem einmitt heita Sumardagurinn fyrsti. Við heyrðum líka ljóð með sama heiti og rifjuðum upp skrif kúabónda í Reykjahlíðinni um daginn.

Tónlist:

Thomas, Michael Tilson - The swan.

Upplyfting - Traustur vinur.

Martha Mwaipaja - Nifundishe kunyamaza.

Sigríður Níelsdóttir - Sumardagurinn fyrsti.

Hjónabandið - Sumardagurinn fyrsti.

Sigurður Pálsson - Sumardagurinn fyrsti.

Hrekkjusvín - Sumardagurinn fyrsti.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,