Morgunvaktin

Sorg um hátíðar, efnahagsmál og raddir barna

Sorgin bankar oft upp á um hátíðarnar, við hugsum til þeirra sem eru horfnir á braut og heimsækjum kirkjugarðana. Sorgarmiðstöð veitir stuðning við syrgjendur og við fengum til okkar þær Ínu Ólöfu Sigurðardóttur framkæmdastjóra og Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur fagstjóra Sorgarmiðstöðvar.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar kom til okkar, og við ræddum meðal annars frekari aðgerðir stjórnvalda í Grindavík sem forsætisráðherra kynnti í gær. Þórður fór líka yfir fjárlögin og við ræddum um kaupmáttarrýrnun.

Börn þurfa hafa rödd, hvort sem rætt er um skólakerfið eða dómskerfið. Birting ítarlegra dóma á vefnum og í fjölmiðlum getur verið mjög íþyngjandi fyrir börn. Við ræddum við Salvöru Nordal umboðsmann barna í síðasta hluta þáttarins.

Tónlist:

Crosby, Bing - Winter wonderland.

Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm., Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Er líða fer jólum.

Frumflutt

21. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,