Morgunvaktin

Munur á trausti til stjórnmála eftir kaupmætti

Við ætlum í dag fjalla um nýja greiningu á íslensku samfélagi. Niðurstöðurnar sýna mikill munur er á trausti gagnvart ráðamönnum eftir fjárhagsstöðu. Eignafólk treystir stjórnvöldum en annað fólk síður. Og efnaðir telja ójöfnuð síður vera vandamál í samfélaginu. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði, sagði okkur frá þessari greiningu.

Við fjölluðum líka um væntanlega Evrópusambandsaðild Úkraínu og Moldóvu en sem kunnugt er samþykkti leiðtogaráð ESB fyrir helgi bjóða ríkjunum til aðildarviðræðna. Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir ferlið sem fram undan er. Hann sagði líka frá stjórnmálaástandinu í Serbíu, þar sem kosið var um helgina.

Svo sögðum við frá kaupkonu nokkurri sem rak verslun við Laugaveginn í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, Kristínu J. Hagbarð. Hún fullyrti í auglýsingum hún byði upp á besta skorna neftóbakið í bænum.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Mancini, Henry and his orchestra - As time goes by.

Rea, Chris - Driving home for Christmas.

Rolling Stones, The - Dead flowers.

Guðmundur Jónsson Söngvari - Jólainnkaupin.

Frumflutt

18. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,