Morgunvaktin

Styrkjamálið, þýsku kosningarnar og James Bond

Við ræddum um styrkjamálið svokallaða. Stjórnmálaflokkar fengu styrki úr ríkissjóði án þess vera á sérstakri skrá skattsins yfir stjórnmálaflokka, en það var; samkvæmt lögum, forsenda þess styrki. Gísli Tryggvason lögmaður sem stundum spjallar hér um lagaleg álitaáefni fór yfir málið.

Arthur Björgvin Bollason hélt áfram greina úrslit kosninganna í Þýskalandi, en hann var með okkur í gær ásamt Birni Malmquist. Hann beindi sjónum miklu fylgi AfD; um tíu milljónir Þjóðverja greiddu flokknum atkvæði. Flokkurinn nýtur mikilla vinsælda í gamla Austur-Þýskalandi.

Svo töluðum við svolítið um James Bond. Aðdáendur hans eru með böggum hildar; sumir allavega, eftir auðkýfingurinn Jeff Bezos náði á dögunum yfirráðum yfir hugverkinu James Bond. Eftirleiðis verður kvikmyndaframleiðslan sem sagt í höndum Bezos og hans fólks; Broccoli-fjölskyldan snýr sér öðru. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður spjallaði um þessi mál.

Tónlist:

Roberta Flack - Killing me softly with his song.

Roberta Flack - The first time ever I saw your face.

Freddy Quinn - Junge, komm bald wieder.

Gladys Knight - Licence to kill.

Frumflutt

25. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,