Morgunvaktin

Úkraína, Kanada og verklegar framkvæmdir

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og fékk í heimsókn Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi. Friðrik er sömuleiðis sendiherra gagnvart Úkraínu, og málefni Úkraínu voru umfjöllunarefni þeirra. Þá var stuttlega rætt um bresk stjórnmál og vendingar í málefnum Grænlands.

Ræða Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á Davos-ráðstefnunni fyrr í vikunni vakti mikla athygli. Við töluðum um ræðuna, Carney og stöðu og viðhorf Kanada við Sigrúnu Maríu Kristinsdóttur, sem bjó þar lengi og fylgist vel með.

Svo voru verklegar framkvæmdir hér á landi til umfjöllunar. Á Útboðsþingi á þriðjudag kynntu helstu opinberu verkkaupar áform sín fyrir árið. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, fór yfir það sem er framundan.

Tónlist:

Sam Cooke - Nobody Knows the Trouble I've Seen.

Gordon Lightfoot - Early Morning Rain.

Sam Cooke - Bring it on home to me.

Spilverk þjóðanna - Nei sko.

Spilverk þjóðanna - Skýin.

Frumflutt

22. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,