Heldur hefur dregið úr bóklestri samkvæmt nýrri könnun. Landsmenn lesa þó bók í um klukkustund á dag en þeim fjölgar sem ekki lesa. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta, fór yfir niðurstöðurnar og sagði meginlínurnar hafa verið svipað þau ár sem bóklestur hefur verið kannaður auk þess sem meira væri lesið hér en í öðrum löndum.
Björn Malmquist fór yfir helstu tíðindi frá Brussel og ræddi að auki við Hallgrím Oddsson sem heldur úti hugveitunni Evrópustraumar.
Val á orði ársins hjá Ríkisútvarpinu hófst í dag. Af því tilefni rifjaði Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur upp orð fyrri ára. Fyrsta orð ársins, árið 2015, var fössari, orð ársins í fyrra var hraunkælingarstjóri.
Tónlist:
Eitthvað undarlegt - Ríó tríó,
Sprettur - Erlingur Vigfússon, Ólafur Vignir Albertsson,
Sprettur - Þórdís Petra Ólafsdóttir,
Þannig týnist tíminn - Ragnar Bjarnason, Lay Low,
Vindar að hausti - Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson,
Acuas de maraco - Antonio Carlos Jobim, Elis Regina.