Morgunvaktin

Heimsglugginn og rauðar viðvaranir

Mikil sorg ríkir í Svíþjóð eftir skotárásina í Örebro fyrr í vikunni. Við ræddum um árásina þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Bogi ræddi líka um kosningar sem boðaðar hafa verið á Grænlandi og nýja ráðherraskipan í Noregi, og stjórnmál í Bretlandi komu aðeins við sögu.

Veðrið var í aðalhlutverki í síðari helmingi þáttarins, enda rauðar viðvaranir taka gildi víða um landið. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var á línunni og svo var rætt við Guðmund Rafnkel Gíslason, framkvæmdastjóra Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupsstað.

Tónlist:

Billie Holiday - Stormy weather.

Árný Margrét - They only talk about the weather.

Jan Johannson - Visa från Rättvik.

Leonard Cohen - Famous blue raincoat.

Hljómar - Sveitapiltsins draumur.

Frumflutt

6. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,