Morgunvaktin

Lýðskólinn á Flateyri, kosið í Noregi, frönsk stjórnmál og Laugarnesið

Öld er í dag síðan skáldið Jónas Svafár fæddist. Af því tilefni var leikið brot úr þætti sem Njörður P. Njarðvík og Knútur Bruun gerðu um Jónas 1958.

Lýðskólinn á Flateyri var settur á laugardag. Hall Tómasdóttir, forseti Íslands, og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra voru viðstödd. Margrét Gauja Magnúsdóttir skólastjóri sagði frá skólastarfinu.

Kjördagur er í Noregi. Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur fór yfir kosningabaráttuna og nýjustu fylgiskannanir.

Björn Malmquist talaði frá París í dag en greidd verða atkvæði síðdegis á franska þinginu um traust til ríkisstjórnarinnar. Búist er við hún verði felld. Hann ræddi stjórnmálaástandið og franskt þjóðlíf við Kristínu Jónsdóttur kennara og leiðsögumann í París.

Tillaga um friðlýsingu Laugarness var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í síðustu viku. Þurður Sigurðardóttir bjó þar fram á unglingsárin, hún rifjaði upp sögur frá æskustöðvunum og sagði frá baráttu sinni fyrir friðun Laugarnessins.

Fálm - Agnar Már Magnússon,

Varsog - Henning Sommerro,

Tanta til Beate - Lillebjorn Nilsen,

Svif - Agnar Már Magnússon.

Frumflutt

8. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,