Morgunvaktin

Ókei, Viðreisn og Samfylking stærstu flokkarnir og stef fengin að láni

Þrjár vikur eru til Alþingiskosninga. Samfylking og Viðreisn njóta mest fylgis kjósenda samkvæmt nýjustu könnun - Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur koma þar á eftir. Þóra Ásgeirsdóttir hjá Maskínu fór yfir stöðuna með okkur, við skoðuðum þróunina undan farið og veltum framhaldinu fyrir okkur.

Flestir þekkja orðið ókei. Líklega þykir það ekki gott mál segja ókei til samþykkis en það hefur verið gert um langt árabil og er orðið finna í orðabókum; “ókei, ég skal þvo upp. Ókei, þá er þetta tilbúið” segir í skýringum. Út er komin 300 blaðsíðna bók um ókei. Í henni leitar höfundurinn, Sigurður Ægisson, upphafi og sögu þessa þekktasta orðatiltækis í heimi. Sigurður kom til okkar.

Við lyftum svo andanum með Magnúsi Lyngdal Magnússyni. Það er ekki bara í nútímatónlist sem notast er við stef eða búta úr klassískum verkum. Ýmis klassísk tónskáld hafa líka nýtt sér stef héðan og þaðan í tónverkum sínum. Við heyrðum nokkur dæmi af því.

Tónlist:

Brunaliðið - Ég er á leiðinni.

Mannakorn - Hudson bay.

Frumflutt

8. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,