Morgunvaktin

Ísrael og Íran, ný búvörulög, fregnir frá Brussel og sjúkratryggingar á ferðalögum

Íranir gerðu árás á Ísrael um helgina, og það er í fyrsta sinn sem þeir gera beina árás með þessum hætti þrátt fyrir langvarandi skuggastríð á milli ríkjanna. Við ræddum um árásina, viðbrögð Ísraels og hvað gæti gerst í framhaldinu við Erling Erlingsson, hernaðarsagnfræðing.

Björn Malmquist var með okkur venju eftir morgunfréttirnar klukkan átta. Hann sagði okkur frá viðbrögðum innan Evrópusambandsins við atburðum helgarinnar, en ræddi ýmislegt annað líka. Meðal annars rannsókn sem er hafin á tilraunum Rússa til þess hafa áhrif á almenna umræðu og fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninganna til Evrópuþingsins í byrjun sumars. Þingmenn eru m.a. sakaðir um hafa þegið til tala máli Rússa opinberlega.

Mikið hefur verið rætt um breytingar á búvörulögum undanfarna daga. Þau hafa verið harðlega gagnrýnd af fjölmörgum - til dæmis Neytendasamtökunum, Samtökum atvinnurekenda, VR, Samkeppniseftirlitinu og ráðuneytinu sem málaflokkurinn tilheyrir - Matvælaráðuneytinu. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, kom til okkar upp úr klukkan hálf átta til ræða lögin, áhrifin af þeim á neytendur og bændur og um stöðu landbúnaðar á Íslandi.

Veikindi og slys geta komið upp hvort sem við erum heima eða heiman. Berglind Ýr Karlsdóttir deildarstjóri hjá Sjúkratryggingum kom til okkar klukkan hálf níu og fræddi okkur um það hvernig fólk á snúa sér ef leita þarf á sjúkrahús í útlöndum.

I gamle dager - Fjellheim, Frode.

Úti á götu - Ingi Bjarni Trio.

Twelve-Thirty (Young Girls Are Coming to the Canyon) - Wainwright, Rufus, Hoffs, Susanna.

Notre-Dame de Paris - Piaf, Edith.

Frumflutt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,