Morgunvaktin

Kjaramál, upphaf kvenréttindabaráttunnar og styttur

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, var gestur þáttarins í dag. Rætt var um kjaramálin vítt og breitt og ástand og horfur í samfélaginu.

130 ár eru í dag frá stofnun Hins íslenska kvenfélags. Af því tilefni kom Erla Hulda Halldórsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, og ræddi um upphaf jafnréttisbaráttunnar og helstu baráttumálin fyrstu árin.

Styttan af séra Friðriki var í vikunni færð af stallinum í miðborg Reykjavíkur og sett í geymslu. Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, ræddi um styttur vítt og breitt.

Umsjón í dag Björn Þór og Eyrún.

Tónlist:

Esjan - Bríet,

Bara hann hangi þurr - Hljómsv. Ingimars Eydal,

Í Reykjavíkurborg - Kristjana Stefánsdóttir,

Mack the knife - Bobby Darin.

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,