Morgunvaktin

Málefni útlendinga, Íslendingasamfélagið í Danmörku og verkefni Þjóðskrár

Málefni útlendinga eru fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni þessa dagana og hafa reyndar verið um allnokkurt skeið. Umræðan er óneitanlega nokkuð þvæld eins og gjarnan gerist þegar tilfinningar og skoðanir eru í spilinu; þá vilja staðreyndir og lagabókstafur skolast til. Við glugguðum í lögin sem liggja til grundvallar þeim farvegi sem mál fara í; það eru lög um útlendinga; þau eru viðamikil og jafnvel flókin með skýrskotunum til alþjóðasamninga, alþjóðasamstarfs og reglugerða. Hjá okkur, var Jón Sigurðsson lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Björn Malmquist fréttamaður, sem í dag er staddur í Kaupmannahöfn, ræddi meðal annars við Árna Þór Sigurðsson sendiherra um lífið í Kaupmannahöfn og samfélag Íslendinga í dönsku höfuðborginni.

Í síðasta hluta þáttarins forvitnuðumst við um starfsemi Þjóðskrár. Stofnunin er ein af stofnunum ársins í vali, eða kosningu Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu, þar um. Flest höfum við sjálfsagt einhverjar hugmyndir um hvað þau hjá Þjóðskrá gera en okkur býður í grun verkefnin séu jafnvel fleiri og fjölbreyttari en margir ætla. Hildur Ragnars forstjóri kom til okkar.

Tónlist:

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Lítill drengur.

Plant, Robert, Krauss, Alison - Please read the letter.

Tatarar hljómsveit - Dimmar rósir.

Frumflutt

20. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,