Morgunvaktin

Ólympíumót fatlaðra, ljóðadjass og Franz Schubert

Einar Már Guðmundsson rithöfundur hefur tekið höndum saman með danska saxafónleikaranum Dorthe Højland við svokallaðan ljóðadjass. Þau kynna verk sín fyrir Íslendingum þar sem mætast tónlist og ljóðlist þessara tveggja listamanna sem hrifist hafa af tjáningu hvors annars, í tónleikaferð sem fer um landið og hefst um helgina. Einar Már var gestur Morgunvaktarinnar og sagði frá ljóðunum og djassinum.

Fimm íslenskir keppendur eru mættir til leiks til Parísar þar sem Ólympíumót fatlaðra hófst í vikunni. Jón Björn Ólafsson hjá Íþróttasambandi fatlaðra er fararstjóri íslenska hópsins, hann var á línunni frá París og ræddi mótið og stöðu íþróttaiðkunar fatlaðra á Íslandi og erlendis.

Magnús Lyngdal Magnússon leiddi lokum hlustendur um heim Franz Schuberts í klassíska horni sínu, leikin voru fimm tóndæmi.

Tónlist:

Reconvexo - Maria Bethania

Sabado em Copacabana - Maria Bethania

Luftig Grøn - Dorthe Højland Group

Blid Brus - Dorthe Højland Group

J’en ai azzez vu - Metronomy & Sebastien Tellier

Frumflutt

30. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,