Morgunvaktin

Bandarísk stjórnmál, fótbolti í Sádí-Arabíu og hringvegurinn 50 ára

Sumarið var viðburðaríkt í bandarískum stjórnmálum, reynt var ráða frambjóðanda Repúblikana af dögum og Demókratar skiptu um frambjóðanda á síðustu stundu. Fyrir helgi lauk landsfundi Demókrataflokksins og hefst kannski lokakaflinn í baráttunni um Hvíta húsið. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór yfir stöðuna.

Tveir af bestu fótboltamönnum Íslands eru gengnir til liðs við lið í Sádí-Arabíu. Það eru þau Sara Björk Gunnarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Sádí-Arabíu tengjum við líklega fæst við fótbolta, og alveg sérstaklega ekki kvennafótbolta, en þar er uppbygging í gangi og þar eru líka heilmiklir peningar. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi og fótboltaáhugamaður ræddi þetta.

Og svo er það hringvegurinn. Í sumar voru 50 ár frá því Skeiðarárbrú var tekin í notkun, en með henni var Með byggingu hennar var lokið við uppbyggingu Hringvegarins, sem tengir saman byggðir umhverfis Ísland í samfellda heild. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni, var gestur í síðasta hluta þáttarins og fór yfir þessa miklu framkvæmd, vegakerfi nútímans og það sem enn á eftir gera á Hringveginum.

Tónlist:

Nýdönsk, Nýdönsk - Ástin og lífið.

Anna Gréta Sigurðardóttir - Carry me across the sky.

Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - That's New England.

Steingrímur Karl Teague, Silva Þórðardóttir - If It Was.

Frumflutt

26. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,