Morgunvaktin

Málefni fólks sem svipt hefur verið frelsi hljóta litla athygli

Skúli Magnússon var gestur þáttarins. Hann lætur af embætti Umboðsmanns Alþingis í dag og verður Hæstaréttardómari á morgun. Spjallað var um embættið vítt og breitt og stjórnsýsluna í landinu. Hún mætti vera skilvirkari mati Skúla. Þá var rætt um málefni fólks sem svipt hefur verið frelsi en Umboðsmaður hefur eftirlit með gætt réttindum þess. Skúli sagði skýrslur og álit varðandi málaflokkinn almennt hljóta litla athygli í samfélaginu.

Í fréttum af stjórnmálum í Evrópu er það helst Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningum í Austurríki í gær. Björn Malmquist í Brussel fór yfir niðurstöðurnar og spáði í framhaldið. Þá sagði hann frá ýmist nýafstöðnum eða væntanlegum heimsóknum Jóns Atla Benediktssonar háskólarektors, Starmers, forsætisráðherra Bretlands, og Páfans til Brussel.

Öryggi þjóðar nefnist þáttaröð sem Sóley Kaldal hefur unnið fyrir Rás 1 og útvarpað verður á Morgunvaktinni næstu mánudaga. Sóley ýtti röðinni úr vör en í þætti dagsins fjallaði hún um hugtakið þjóðaröryggi.

Tónlist:

Way down we go - Kaleo,

Veturinn verður hlýr - Gildran,

Kysstu mig morgni - Stína Ágústsdóttir.

Frumflutt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,