Morgunvaktin

Efnahagsmál, á slóðum Njáls og Bessastaðir

Í spjalli um efnahag og samfélag sagði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, m.a. frá nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif þess fyrir Liverpool á Englandi Söngvakeppnin var haldin þar í fyrra. Eru þau metin á tíu milljarða króna. Hann ræddi líka um fjárhagsvandræði enskra knattspyrnuliða, einkum Everton, og vexti, pitsur og Íslandshótel auki.

þessu sinni talaði Arthur Björgvin Bollason frá Fljótshlíðinni en hann er hér í föruneyti þýskra sjónvarpsmanna sem vinna gerð þáttaraðar um fornsögurnar. Skörtuðu Njáluslóðir sínu fegursta en þaðan leiðin til Þingvalla og svo í Borgarfjörð, sögusvið Eglu.

Hvers vegna er aðsetur forseta Íslands á Bessastöðum? því var spurt í þáttaröðinni Í þjónustu þjóðar sem var útvarpað 2016. Brot var leikið þar sem Sigríður Agnes Sigurðardóttir sagfræðingur sagði þá sögu Bessastaða og Örnólfur Thorlacius rifjaði upp heimsókn þangað á æskuárunum.

Tónlist:

Morning dew - Bonnie Dobson,

Autumn leaves - Tyshawn Sorey Trio,

I got it bad and thad ain´t good - Keith Jarrett,

Why do I love you? - Margaret Whiting.

Frumflutt

14. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,