Morgunvaktin

Líkur á að vopnahlé verði framlengt um nokkra daga

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og formaður Rauða krossins á Íslandi, var gestur Morgunvaktarinnar. Hún ræddi um vopnahléið á Gaza, sem á óbreyttu ljúka í dag en vonir standa til þess það framlengist um einhverja daga með áframhaldandi lausn gísla. Ísraelsk stjórnvöld hafa hins vegar heitið því halda áfram árásum sínum um leið og vopnahléinu lýkur.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, var með okkur. Hann ræddi um fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins næstu daga, um kosningar í Hollandi og svo ræddi hann við Sigríði Mogensen hjá Samtökum iðnaðarins. Sigríður verður formaður ráðgjafanefndar EFTA/EES frá áramótum, en þar sitja fulltrúar atvinnulífs og verkalýðssamtaka.

Stórfyrirtækið Marel hefur verið í fréttunum undanförnu. Fyrst var það reksturinn; hann var ekki nógu ábatasamur, svo voru það skuldavandræði forstjórans og í síðustu viku; viljayfirlýsing um yfirtöku. Við spjölluðum um Marel, ekki þó um áðurnefnt heldur um stofnun fyrirtækisins og söguna fyrstu fimmtán árin. Þessu hefur verið líkt við ævintýri. Gunnar Þór Bjarnason skrifaði bók um stofnun og fyrstu ár fyrirtækisins, og hann kom á Morgunvaktina.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Spilverk þjóðanna - Lazy Daisy.

Joel, Billy - New York state of mind.

Goodman, Benny, Auld, Georgie, Goodman, Benny and his Sextet, Jones, Jo, Basie, Count, Christian, Charlie, Williams, Cootie, Bernstein, Artie - On the alamo.

Frumflutt

27. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,