Morgunvaktin

Kosningar í Frakklandi, ferðamál og klassísk tónlist

Fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi fer fram á sunnudag og í gærkvöldi fóru þar fram kappræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þekkir franskt samfélag, er með annan fótinn í París og fylgist vel með pólitíkinni, og þar er líka staddur Björn Malmquist fréttamaður. Þau voru með okkur í dag og fóru yfir stöðu mála.

Kristján Sigurjónsson ritstjóri FF7 fór yfir stöðuna í ferðaþjónustunni hér heima; forsvarsmönnum greinarinnar og sumum fyrirtækja líst ekki á blikuna. Við töluðum líka um bann við starfsemi Airbnb í Barcelona og mögulega verðhækkun á flugfargjöldum.

Og í síðasta hluta þáttarins lyftum við andanum með Magnúsi Lyngdal Magnússyni. Hann hélt áfram leiða okkur um lendur sígildrar tónlistar. Í dag rötuðu á fóninn verk eftir Wagner, Brahms og Mozart.

Tónlist:

N'Dour, Youssou, Stivell, Alan - A united earth 1.

Redman, Joshua - Manhattan.

Alfreð Clausen - Oklahoma : Oh what a beautiful mornin'.

Adderley, Cannonball Sextet, Zawinul, Joe, Adderley, Cannonball, Hayes, Louis, Jones, Sam, Lateef, Yusef, Adderley, Nat - Never say yes.

Wagner - Das Rheingold, Entrance of the Gods into Valhalla.

Brahms - Píanókvartett nr. 1, 4. kafli.

Brahms - Píanókvartett nr. 1, 4. kafli í útsetningu Arnolds Schönbergs.

Mozart - Strengjakvintett í Es-dúr, K. 614, 4. kafli.

Mozart - Píanókvintett í Es-dúr, K. 614, 4. kafli í „útsetningu“ Pauls Dessaus.

Frumflutt

28. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,