Morgunvaktin

Kórónuveirufaraldurinn, dönsk málefni og síldin

Afstaða Íslendinga og hinna Norðurlandaþjóðanna til þeirra aðgerða sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum hafa verið rannsakaðar. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, er einn þeirra sem rannsakaði málið. Hann fór yfir takmarkanirnar og viðhorf okkar til þeirra.

Í spjalli um dönsk málefni sagði Borgþór Arngrímsson okkur meðal annars frá óprúttnum mönnum sem með klækjum og gylliboðum höfðu jafngildi 100 milljarða króna út úr fólki og hurfu sporlaust.

Svo spjölluðum við um síld. Út er komin bók um síld; Síldardiplómasía heitir hún; höfundarnir eru tveir Svíar; annar er kokkur, hinn sendiherra, þeir landarnir kynntust í höfuðstað síldarinnar Siglufirði. Anita Elefsen, forstöðumaður Síldarminjasafns Íslands sagði okkur frá bókinni og síldinni.

Tónlist :

Pétur Grétarsson, Ólafur Kristjánsson, Bjarni Sveinbjörnsson - Misty.

Pétur Grétarsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Ólafur Kristjánsson - Blue moon.

Manilow, Barry - It never rains in Southern California.

Emilíana Torrini - Today has been ok.

Frumflutt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,