Morgunvaktin

Heimsglugginn, Grindavík og Jane Austen

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann í fyrsta sinn á nýju ári og aðalumræðuefnið var Grænland. Ummæli ráðamanna í Bandaríkjunum, í Danmörku og í Evrópu, nýjustu vendingar og sagan voru til umfjöllunar. Sömuleiðis var stuttlega rætt um Venesúela, Íran og Sýrland.

Á næstu vikum hefst niðurrif á fyrstu húsunum sem fjarlægð verða í Grindavík. Búist er við því niðurrif húsa standi allt þetta ár. Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í Grindavík var með okkur og ræddi um uppbyggingu bæjarins á ýmsum sviðum og um kosningarnar framundan.

Um daginn um miðjan desember líklega - nefndum við þá voru liðin 250 ár frá því enski rithöfundurinn Jane Austen fæddist. Af því tilefni efndi íslenskur aðdáendaklúbbur hennar til hátíðar; slíkt var gert um allan heim: Jane Austen á sér marga trygga aðdáendur. Við spjölluðum um hana og verkin hennar við Kristínu Lindu Jónsdóttur sem fer fyrir íslenskum Austen-unnendum.

Tónlist:

Åkerblom, Inge-Britt, Wesslin's, Taisto ensemble - Ny lyser solen = The sun is shining.

Diana Krall - Here lies love.

Frumflutt

8. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,