Morgunvaktin

Friðarviðræður, alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og aflagður iðnaður

Viðræður um vopnahlé og frið voru til umfjöllunar á Morgunvaktinni. Zelensky Úkraínuforseti vill hitta Pútín Rússlandsforseta augliti til auglitis síðar í vikunni, Hamas-samtökin ætla sleppa gísl úr haldi til reyna fram vopnahlé á Gaza og um helgina var óvænt tilkynnt um vopnahlé í átökum Pakistana og Indverja. Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og verðandi rektor Háskóla Íslands, ræddi þetta.

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga er í dag og við beindum sjónum okkar þeirri mikilvægu starfsstétt. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, talaði um stöðu mála en síðar í vikunni lætur hún af embætti formanns eftir níu ár.

Tollar og einangrunarhyggja hafa verið til umræðu síðustu mánuði, og sömuleiðis vangaveltur um áhrifin sem tollar kunni hafa. var tíðin hér á landi var mjög öflugur iðnaður og ýmislegt framleitt á Íslandi sem ekki er lengur gert - við rifjuðum upp gallabuxur, mokkajakka, húsgögn og allt hitt þegar Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, var með okkur.

Tónlist:

Ingibjörg Þorbergs, Alfreð Clausen - Á morgun.

Emilíana Torrini - At least it was.

New Symphony Orchestra of London - Que les songes sont heureux.

Hjálmar - Lof.

Frumflutt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,