Morgunvaktin

Krabbameinsmeðferðir, ástin á Liverpool og sígild tónlist

Fjallað var um stöðu krabbameinsmeðferða en fram hefur komið biðtími er langur og fresta hefur þurft meðferð vegna manneklu og tækjabilana. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, var gestur þáttarins.

Keppni í ensku knattspyrnunni er hafin. Margir Íslendingar fylgjast grannt með og eiga sér uppáhaldslið. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona er einlægur aðdáandi Liverpool, hún sagði frá hvernig það kom til, heimsóknum sínum á heimavöllinn Anfield og áhrifum af gengi liðsins á sálarástand sitt.

Í umfjöllun um sígilda tónlist sagði Magnús Lyngdal frá enska hljómsveitarstjóranum Sir Thomas Beecham og lék brot úr verkum.

Frumflutt

22. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,