Morgunvaktin

Kvennaverkfall um land allt, dönsk málefni og fingrarím

Við fjölluðum í dag um kvennaverkfallið í gær. Við hringdum til Húsavíkur og Víkur í Mýrdal og könnuðum hvernig gekk, forvitnuðumst um ávörp og annað, heyrðum af þátttöku, áhrifum á samfélögin og þar fram eftir götum. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar í Þingeyjasýslum, og Nichole Leigh Mosty, leiksólakennari í Vík, sögðu frá.

Borgþór Arngrímsson hjá okkur og segir okkur frá því sem er efst á baugi í Danmörku. Stjórnmál, óveður og konunglegt afmæli eru meðal annars á dagskrá.

Í síðasta hluta þáttarins reyndum við átta okkur á grunnatriðum þeirrar listar reikna út almanakið með fingrunum. Við fjölluðum sem sagt um fingrarím. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur og höfundur Almanaks Háskóla Íslands, fræddi okkur um það.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Jones, Norah - Come away with me.

Stína Ágústsdóttir - Vorið og tómið.

Bonga - Kaxexe.

Vildandens sang - Harmonika drengerne

Frumflutt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,