Morgunvaktin

Vestræn samvinna, Heydalakirkja og leiðir til að takast á við skammdegi

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og með honum Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs. Þeir ræddu um vestræna samvinnu vítt og breitt.

Við fórum yfir sögu Heydalakirkju, bæði þeirrar sem stendur og þúsund ára kirkjusögu Breiðdals. Séra Gunnlaugur Stefánsson sagði frá.

Fólk finnur mismikið fyrir skammdeginu. Erik Brynjar Schweitz Eriksson geðlæknir og Edda Björk Þórðardóttir sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, komu til okkar og ræddu um skammdegisþunglyndi og leiðir til líða sem best í myrkrinu.

Tónlist:

Kathryn Scott, Yo-Yo Ma - Aimez-moi from Six Chansons du XVI Siècle.

Matilda Mann - There Will Never Be Another You.

Frumflutt

27. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,