Morgunvaktin

Styttist í netlaus kortaviðskipti, Evrópumál og viðskiptahugmyndir

Hér á landi er notkun reiðufjár mjög lítil. er almenningi hins vegar ráðlagt eiga seðla heima hjá sér, bæði hér á Íslandi og annars staðar. Við ræddum um þetta og ástæðurnar fyrir því þegar Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands, kom á Morgunvaktina. Vonir standa til netlaus kortaviðskipti verði orðin veruleika á næsta ári, og innlend greiðslumiðlun á næstu misserum.

Friðaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa sett fram varðandi Úkraínu hefur vakið upp harða gagnrýni, ekki síst af leiðtogum í Evrópu. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel fór yfir það nýjasta af þeim málum og ræddi líka síðustu viku í Brussel, eftir ákvörðun ESB um setja verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi.

Smáforrit sem heldur utan um allt sem viðkemur bílnum - frá þjónustuskoðunum til greiðslu eldsneytis annað sem heldur utan um allt sem kemur þjónustu við eldri borgara og sýndarveruleiki til draga úr skaða spilafíknar voru bestu hugmyndir viðskiptafræðinema, sem voru verðlaunaðar á dögunum. Við fengum Georg Andersen kennara, og Lilju Rós Thomasdóttur Viderö og Stefán Inga Þorsteinsson nemendur í heimsókn.

Tónlist:

Billie Holiday - I' ll be seeing You.

Billie Holiday - Blue Moon.

Count Basie and his Orchestra - What am I here for.

Blood Harmony - Way home.

Frumflutt

24. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,