Morgunvaktin

Efnahagsmálin, leiðtogafundur í Kaupmannahöfn og Vaxtarsprotinn

Við veltum fyrir okkur vetrinum framundan í efnahagsmálum. Verðbólgan jókst milli mánaða og óvissa í alþjóðamálum er vaxandi áhættuþáttur þegar kemur íslensku hagkerfi. Og svo er verið vinna í fjárlögum næsta árs. Við ræddum allt þetta þegar Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur kom á Morgunvaktina.

Kosið var í Moldóvu í gær og Evrópusinnar unnu þar sigur. Björn Malmquist fréttamaður í Brussel sagði frá kosningunum, leiðtogafundum framundan í Kaupmannahöfn og ræddi við þau Jónas Rúnar Viðarsson og Sophie Jensen frá Matís um verkefni þeirra um fiskveiðar og nýtingu hafsins.

Í síðustu viku var Vaxtarsprotinn veittur, það er viðurkenning til sprotafyrirtækis í örum vexti. Fyrirtækið Aldin Dynamics hlaut sprotann í ár, en fyrirtækið vinnur þróun tölvuleikja og hugbúnaðartækni - við forvitnuðumst nánar um þetta þegar stofnendurnir, Gunnar Steinn Valgarðsson og Hrafn Þorri Þórisson, komu til okkar.

Tónlist:

Víkingur Heiðar Ólafsson - Variatio 21 Canone alla Settima (a 1 Clav.).

Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms - Hvert er farið blómið blátt?.

Inga Björk Ingadóttir - Haustbrú.

Gunnar Randversson - Autumn leaves.

Frumflutt

29. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,