Morgunvaktin

Gervasoni-málið rifjað upp

Í byrjun þáttar var lesið úr fyrsta tölublaði Ísafoldar en 150 ár eru í dag síðan ritið, undir stjórn Björns Jónssonar, hóf göngu sína.

Í Hemsglugganum fjallaði Bogi Ágústsson meðal annars um vaxtalækkun í Bandaríkjunum, sænska fjárlagafrumvarpið, nýja skýrslu um mannréttindabrot í Venesúela og ísraelsku leyniþjónustuna Mossad.

Í tengslum við mál Yazans frá Palestínu hafa sumir rifjað upp Gervasoni-málið frá 1980 en það skók samfélagið á sínum tíma og ekki síst stjórnmálin. Björn Reynir Halldórsson sagfræðingur skrifaði ritgerð um málið í námi sínu og birti grein í Sögnum. Björn Reynir fór yfir helstu atriði þess.

Mannréttindaskrifstofa Íslands efnir í dag til málþings um hatursorðræðu, réttinn til mótmæla og borgaralega óhlýðni. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri ræddi um þessi efni.

Tónlist:

Dag eftir dag og Nema hvað? - Sálgæslan og Andrea Gylfadóttir.

Frumflutt

19. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,