Morgunvaktin

Grindavík, Brussel og 60 þúsund tómir fermetrar

Í nóvember verða liðin tvö ár frá því rýma þurfti Grindavíkurbæ með öllu því sem fylgdi í framhaldinu. Við beindum sjónum okkar börnum og ungmennum frá bænum í dag, fyrsti gestur þáttarins var Stefán Þorri Helgason sálfræðingur hjá Litlu kvíðamiðferðarstöðinni, en stöðin ásamt Rauða krossinum býður upp á námskeið fyrir ungmenni.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, ræddi ýmis mál. Vaxandi umræða um samfélagsmiðla og takmarkanir á notkun þeirra, kosningar í Þýskalandi og viðbrögð við drónaflugi Rússa yfir Póllandi komu við sögu, og við heyrðum líka viðtal við utanríkisráðherra um nýjan fríverslunarsamning sem Ísland undirritar ásamt fleirum á morgun.

Húsnæðismál voru til umræðu í síðasta hluta þáttarins. Einhverjir hafa líklega rekið upp stór augu þegar greint var frá því á dögunum 60 þúsund fermetrar af húsnæði í ríkiseigu standa ónotaðir af ýmsum ástæðum. Arkitektarnir Arnhildur Pálmadóttir og Borghildur Sturludóttir komu á Morgunvaktina og ræddu hvað væri hægt gera við allt þetta húsnæði og hvaða breytingar þyrfti gera til þess.

Tónlist:

Elly Vilhjálms - Hvers konar bjálfi er ég?.

Sigurður Flosason - Vatn undir brúna.

Kvartett Reynis Sigurðssonar - Gamla gatan.

Cécile McLorin Salvant - Until.

Frumflutt

15. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,