Morgunvaktin

Aðför Trumps að háskólum, Berlínarspjall og andlát páfa

Í byrjun þáttar var Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara minnst. Hann lést í síðustu viku. Leikin voru tvö lög sem hann flutti ásamt söngvurum.

Fjallað var um aðgerðir eða aðför Trumps Bandaríkjaforseta háskólum. Finnur Dellsén, prófessor í heimspeki við HÍ, fór yfir stöðuna en hann lærði í Norður Karólínu. Honum líst illa á blikuna enda er vegið sjálfstæði háskóla og stjórnarskrárbundnum rétti til skoðana- og málfrelsis.

Arthur Björgvin Bollason fjallaði um þýsk málefni í Berlínarspjalli. Í þinginu er tekist á um stöðu þingmanna AfD. Flokurinn hlaut 20 prósent atkvæða í kosningunum í febrúar en bróðurpartur annarra þingmanna vill halda honum frá völdum og áhrifum. Þá sagði hann frá ákvörðun yfirvalda í Slésvík-Holtsetalandi um hætta nota tölvuhugbúnað frá fyrirtækjum í eigu manna sem bundið hafa trúss sitt við Trump forseta.

Í síðasta hluta þáttarins var fjallað um Frans páfa sem lést í gærmorgun. Rætt var við séra

Jürgen Jamin, prest kaþólskra á Norðurlandi.

Vor - Jónas Ingimundarson og Hanna Dóra Sturludóttir,

Þú ert - Jónas Ingimundarson og Guðbjörn Guðbjörnsson.

Miserere - Tallis Scholars,

Sicilienne, op. 78 - Bruno Canino og Lynn Harrell.

Frumflutt

22. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,