Morgunvaktin

Kauphegðun, Ástríkur og sígild tónlist

Í tilefni af tilboðum og afsláttum á "svörtum föstudegi" var rætt um markaðssetningu og kauphegðun við Valdimar Sigurðsson, sálfræðing og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hvetur fólk til huga verðsögu, gæðum og þörfum áður en það kaupir vörur. Þá sagði hann viðskipti við erlendar netverslanir stöðugt aukast, kaupmenn og yfirvöld þyrftu huga þróuninni og bæta þjónustu og aðbúnað verslana svo ekki fari illa.

Myndasögurnar um Ástrík eru mikið uppáhald margra. Stefán Pálsson sagnfræðingur er í þeim hópi. Hann ræddi vítt og breitt um Ástrík en enn ein bókin um ævintýri gallvaska Gaulverjans er nýkomin út, þó ekki á íslensku.

Magnús Lyngal fjallaði um rússneska bassasöngvarann Feodor Chaliapin og lék tóndæmi.

Tónlist:

Many rivers to cross - Jimmy Cliff,

Many rivers to cross - Joe Cocker,

From the start - Laufey.

Frumflutt

28. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,